Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2025 13:17 Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira