Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 12:20 Birgir Jónasson segir að brotum gegn fangavörðum hafi fjölgað, bæta þurfi skráningu þeirra. Vísir Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15