Enski boltinn

Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cody Gakpo fagnar marki sínu að hætti Jota.
Cody Gakpo fagnar marki sínu að hætti Jota. vísir/getty

Það var tilfinningaþrungin stund í dag er Liverpool spilaði sinn fyrsta leik eftir fráfall leikmanns félagsins, Diogo Jota.

Liverpool sótti þá Preston heim á Deepdale og minning Jota og bróður hans, Andre, var heiðruð fyrir leik.

Liverpool vann leikinn, 1-3, með mörkum frá Conor Bradley, Darwin Nunez og Cody Gakpo. Mörkunum var að sjálfsögðu fagnað að hætti Jota.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston og spilaði í 70 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×