Sögulegt sveitaball í hundrað ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2025 17:01 Þórunn og Helga Snorradætur eru andlit Ögurballsins á Vestfjörðum þetta árið en báðar hafa djúpa tengingu við þetta aldagamla ball. Facebook Ögurballið Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið. Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið.
Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira