Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 18:57 Þessir ferðamenn voru sennilega ekki að elta sólina þegar þeir lögðu sér leið til Íslands. Sú gula lét þó sjá sig. Visir/Lýður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður Reykjavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Sjá meira
Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.
Veður Reykjavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Sjá meira