Innlent

Netið sló út í mið­borginni og Hlíðunum

Agnar Már Másson skrifar
Míla byggir upp og rekur fjarskiptainnviði í landinu.
Míla byggir upp og rekur fjarskiptainnviði í landinu. Aðsend

Nettengin lá niðri í miðborg Reykjavíkur og Hlíðunum vegna bilunar hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu. Netið er aftur komið á en bilunin hafði áhrif á útsendingar Sýnar.

Bilunin kom upp á slaginu 19 í miðlægum búnaði Mílu á Rauðarárstíg, að sögn Atla Stefáns Yngvasonar, samskiptastjóra Mílu. Net sló því út allt frá Lækjargötu og að Túnum.

„Það virðist vera bilun í einu stýrisspjaldi sem er að valda þessu,“ segir Atli. Hann tekur fram að viðgerð sé langt á veg komin og að megnið af nettengingum sé komið aftur í gang

Bilunin hafði áhrif á fyrirtækjaþjónustu, þar á meðal útsendingar Sýnar á svæðinu, en sú þjónusta er að mestu komin aftur í lag, að sögn Atla.

Uppfært: Atli segir að netið hafi aftur verið komið í lag klukkan 21.23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×