Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 10:23 Jenna mælir með spf 50 á andlit, bringu, hendur og handabök og spf 30 á aðra hluta líkamans í sólinni. Hvað ljósabekkina varðar vill hún banna þá alfarið. Vísir/Vilhelm/Getty Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein. Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein.
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira