Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2025 12:02 Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun