Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 17. júlí 2025 09:00 Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun