Erlent

Borgar­stjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mikil mótmæli brutust út vegna handtöku İmamoğlu.
Mikil mótmæli brutust út vegna handtöku İmamoğlu. EPA

Borgarstjóri Istanbúl og einn helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að móðga og hóta saksóknara ríkisins. Hann hefur verið í haldi lögreglu í um fjóra mánuði.

Ekrem İmamoğlu, sem hefur verið borgarstjóri Istanbúl frá árinu 2019, var handtekinn 19. mars, sakaður um svik og spillingu. Ein stærstu mótmæli í sögu Tyrklands brutust út í landinu eftir handtökuna. Tæplega tvö þúsund manns voru handteknir á meðan mótmælunum stóð, þar á meðal sænskur blaðamaður sem hafði ferðast til landsins til að fjalla um mótmælin. Hann var dæmdur í ellefu mánaða skilorðisbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta.

İmamoğlu hefur verið úrskurðaður í sautján mánaða og fimmtán daga fangelsi fyrir að hafa móðgað embættismann auk tveggja mánaða og fimmtán daga fangelsi fyrir hótanir samkvæmt umfjöllun The Guardian. Þetta er fyrsta dómsmálið sem höfðað hefur verið á hendur İmamoğlu en hann er einnig, líkt og áður kom fram, sakaður um svip og spillingu. 

Hann neitaði sjálfur sök og segist hafa verið tekinn fyrir vegna áætlana hans um að sækjast eftir forsetaembættinu árið 2028.  İmamoğlu sakar Erdogan um að reyna koma í veg fyrir framboð sitt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×