Connie Francis er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 11:19 Connie Francis naut gríðarlegra vinsælda frá lokum sjötta áratugarins og fram á miðbik þess sjöunda. Getty Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok. Ron Roberts, forseti útgáfufyrirtækisins Concetta Records sem Francis stofnaði, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að söngkonan hefði fallið frá í gærkvöldi. Francis hafði fyrr í mánuðinum verið lögð inn á spítala vegna mikilla verkja sem plöguðu hana. Hins vegar liggur ekki fyrir hvert banamein hennar var. Francis var einn vinsælasti söngvari seinni hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda í Bandaríkjunum með lögum á borð við „Who's Sorry Now?,“ „My Heart Has A Mind Of Its Own,“ og „Don't Break The Heart That Loves You.“ Hún var fyrsta konan til að komast á topp Billboard Hot 100-listann með laginu „Everybody's Somebody's Fool“ árið 1960 og seldi meira en 200 milljón plötur á ferli sínum. Sló í gegn á ögurstundu Concetta Franconero fæddist í Newark í New Jersey árið 1937 og hóf fjögurra ára gömul að taka þátt í hæfileikakeppnum og fegurðarsamkeppnum þar sem hún söng og spilaði á harmonikku. Seinna tók hún að syngja í sjónvarpi og tók þá upp sviðsnafnið Connie Francis. Connie Francis átti skrautlega ævi með miklum hæðum og djúpum lægðum.Getty Francis skrifaði undir samning hjá MGM Records árið 1955 en gekk brösuglega að ná til hlustenda. Eftir átján lög sem nutu lítilla vinsælda stóð til að losa hana af samningi. Hún tók þá upp útgáfu af „Who's Sorry Now?“ árið 1957 sem rataði í tónlistarþáttinn Dick Clark's American Bandstand og sló þá í gegn. Vinsælasta plata hennar, Connie Francis Sings Italian Favorites, kom út 1959 og ári síðar rataði lagið „Everybody's Somebody's Fool“ efst á Billboard-vinsældarlistann. Francis varð þar með fyrsti kvenkyns einsöngvarinn til að eiga topplag í Bandaríkjunum. „Ég sat á toppi heimsins og vissi ekki enn hvað vandamál voru,“ sagði Francis um upphaf ferils síns í viðtali við People árið 1992. Ofan á vinsældir tónlistarinnar þá lék Francis í ýmsum kvikmyndum á sjöunda áratugnum en þegar leið á áratuginn tók að halla undan fæti. Nauðgun, mafíumorð og nauðungarvistanir Síðasta plata hennar, Connie Francis Sings the Songs of Les Reed, kom út 1969 og næsti áratugur reyndist erfiður fyrir söngkonuna. Árið 1974 var henni nauðgað í mótelherbergi í Long Island, árið 1977 fór hún í nefaðgerð sem endaði með því að hún missti röddina og árið 1981 var George, bróðir hennar, drepinn af mafíunni. Hún ætlaði að reyna að endurreisa feril sinn sama ár en glímdi við mikil andleg veikindi. Faðir Francis lagði hana ítrekað inn á geðsjúkrahús og 1984 lifði hún af misheppnaða sjálfsvígstilraun. Sama ár kom út fyrsta ævisaga hennar, Who's Sorry Now?. „Til að gera langa sögu stutta þá var ég nauðungarvistuð á geðdeild sautján sinnum á níu árum í fimm ólíkum ríkjum,“ sagði Francis við Village Voice árið 2011. „Ég var ranglega greind með geðhvörf, ADD, ADHD og nokkra aðra bókstafi sem vísindasamfélagið hafði ekki heyrt af áður. Nokkrum árum seinna kom í ljós að ég var með áfallastreituröskun eftir hræðilega röð atburða í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Fjórgift og fráskilin en Bobby Darin var stóra ástin Á seinni árum vann Francis bæði að herferðum til stuðnings fórnarlömbum nauðgana og til að vekja athygli fólks á áföllum og meðferðum við þeim. Hún gaf síðan út aðra ævisögu sína, Among My Souvenirs, árið 2017. Connie Francis átti stormasama ævi.Getty Snemma á ferli sínum átti Francis í sambandi með söngvaranum Bobby Darin, sem hún leit á sem ástina í lífi sínu, en faðir hennar kom í veg fyrir sambandið. Darin lést síðan árið 1973, aðeins 37 ára gamall. Francis giftist fjórum mönnum, Dick Kanellis, Izzy Marion, Joseph Garzilli og Bob Parkinson, og skildi við þá alla. Hún ættleiddi soninn Joseph Garzilli yngri með þeim þriðja en eignaðist ekki fleiri börn. Í ár gerðist það svo að „Pretty Little Baby“ sem var b-hlið stuttskífunnar „I'm Gonna Be Warm This Winter“ varð eitt vinsælasta lag heims þökk sé TikTok. Francis hafði sjálf gleymt laginu þar til hún heyrði það aftur en fannst spennandi að fólk skyldi enduruppgvöta tónlist hennar á þennan máta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Ron Roberts, forseti útgáfufyrirtækisins Concetta Records sem Francis stofnaði, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að söngkonan hefði fallið frá í gærkvöldi. Francis hafði fyrr í mánuðinum verið lögð inn á spítala vegna mikilla verkja sem plöguðu hana. Hins vegar liggur ekki fyrir hvert banamein hennar var. Francis var einn vinsælasti söngvari seinni hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda í Bandaríkjunum með lögum á borð við „Who's Sorry Now?,“ „My Heart Has A Mind Of Its Own,“ og „Don't Break The Heart That Loves You.“ Hún var fyrsta konan til að komast á topp Billboard Hot 100-listann með laginu „Everybody's Somebody's Fool“ árið 1960 og seldi meira en 200 milljón plötur á ferli sínum. Sló í gegn á ögurstundu Concetta Franconero fæddist í Newark í New Jersey árið 1937 og hóf fjögurra ára gömul að taka þátt í hæfileikakeppnum og fegurðarsamkeppnum þar sem hún söng og spilaði á harmonikku. Seinna tók hún að syngja í sjónvarpi og tók þá upp sviðsnafnið Connie Francis. Connie Francis átti skrautlega ævi með miklum hæðum og djúpum lægðum.Getty Francis skrifaði undir samning hjá MGM Records árið 1955 en gekk brösuglega að ná til hlustenda. Eftir átján lög sem nutu lítilla vinsælda stóð til að losa hana af samningi. Hún tók þá upp útgáfu af „Who's Sorry Now?“ árið 1957 sem rataði í tónlistarþáttinn Dick Clark's American Bandstand og sló þá í gegn. Vinsælasta plata hennar, Connie Francis Sings Italian Favorites, kom út 1959 og ári síðar rataði lagið „Everybody's Somebody's Fool“ efst á Billboard-vinsældarlistann. Francis varð þar með fyrsti kvenkyns einsöngvarinn til að eiga topplag í Bandaríkjunum. „Ég sat á toppi heimsins og vissi ekki enn hvað vandamál voru,“ sagði Francis um upphaf ferils síns í viðtali við People árið 1992. Ofan á vinsældir tónlistarinnar þá lék Francis í ýmsum kvikmyndum á sjöunda áratugnum en þegar leið á áratuginn tók að halla undan fæti. Nauðgun, mafíumorð og nauðungarvistanir Síðasta plata hennar, Connie Francis Sings the Songs of Les Reed, kom út 1969 og næsti áratugur reyndist erfiður fyrir söngkonuna. Árið 1974 var henni nauðgað í mótelherbergi í Long Island, árið 1977 fór hún í nefaðgerð sem endaði með því að hún missti röddina og árið 1981 var George, bróðir hennar, drepinn af mafíunni. Hún ætlaði að reyna að endurreisa feril sinn sama ár en glímdi við mikil andleg veikindi. Faðir Francis lagði hana ítrekað inn á geðsjúkrahús og 1984 lifði hún af misheppnaða sjálfsvígstilraun. Sama ár kom út fyrsta ævisaga hennar, Who's Sorry Now?. „Til að gera langa sögu stutta þá var ég nauðungarvistuð á geðdeild sautján sinnum á níu árum í fimm ólíkum ríkjum,“ sagði Francis við Village Voice árið 2011. „Ég var ranglega greind með geðhvörf, ADD, ADHD og nokkra aðra bókstafi sem vísindasamfélagið hafði ekki heyrt af áður. Nokkrum árum seinna kom í ljós að ég var með áfallastreituröskun eftir hræðilega röð atburða í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Fjórgift og fráskilin en Bobby Darin var stóra ástin Á seinni árum vann Francis bæði að herferðum til stuðnings fórnarlömbum nauðgana og til að vekja athygli fólks á áföllum og meðferðum við þeim. Hún gaf síðan út aðra ævisögu sína, Among My Souvenirs, árið 2017. Connie Francis átti stormasama ævi.Getty Snemma á ferli sínum átti Francis í sambandi með söngvaranum Bobby Darin, sem hún leit á sem ástina í lífi sínu, en faðir hennar kom í veg fyrir sambandið. Darin lést síðan árið 1973, aðeins 37 ára gamall. Francis giftist fjórum mönnum, Dick Kanellis, Izzy Marion, Joseph Garzilli og Bob Parkinson, og skildi við þá alla. Hún ættleiddi soninn Joseph Garzilli yngri með þeim þriðja en eignaðist ekki fleiri börn. Í ár gerðist það svo að „Pretty Little Baby“ sem var b-hlið stuttskífunnar „I'm Gonna Be Warm This Winter“ varð eitt vinsælasta lag heims þökk sé TikTok. Francis hafði sjálf gleymt laginu þar til hún heyrði það aftur en fannst spennandi að fólk skyldi enduruppgvöta tónlist hennar á þennan máta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira