48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar