Golf

Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring

Siggeir Ævarsson skrifar
Haotong Li með bros á vör eftir að hann lauk leik í dag
Haotong Li með bros á vör eftir að hann lauk leik í dag Vísir/Getty

Fimm kylfingar deila með sér forystunni á Opna breska meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring allir á fjórum höggum undir pari.

Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong eru þar á meðal en einnig eru þeir Matt Fitzpatrick frá Englandi, Christiaan Bezuidenhout frá Suður-Afríku og Harris English frá Bandaríkjunum, ekki Engandi, allir sömuleiðis á fjórum höggum undir pari en English á að vísu eftir að leika þrjár holur þegar þetta er skrifað.

Heimamaðurinn Rory McIlroy hefur ekki alveg staðið undir væntingum en hann er á pari eftir fyrsta hring.

Frammistaða Li Haotong gæti orðið öskubuskuævintýri þessa móts en hann hefur aðeins tekið þátt í tveimur stórmótum á síðustu fimm árum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á báðum mótum.

Heildarstöðuna á mótinu má sjá hér. Sýnt er beint frá mótinu á Sýn Sport 4.


Tengdar fréttir

Dani og Kínverji leiða á Opna breska

Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong leiða Opna breska meistaramótið í golfi um miðjan dag. Báðir hafa lokið fyrsta hring á fjórum undir pari vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×