Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2025 09:30 Hilmar ræddi gerð þáttanna KF Nörd við Gunnlaug Jónsson í Návígi. Samsett/Vísir Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans. Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+. Návígi Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+.
Návígi Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira