Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. júlí 2025 13:39 Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Stjr Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“
Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira