Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:57 Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is. Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar á eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina segir að virkni þess hafi dregist saman síðasta sólarhring. Meginvirkni sé nú á miðbiki sprungunnar og lítil sem engin skjálftavirkni hafi mælst á kvikuganginum. Þá hafi dregið úr óróa í kringum gosstöðvarnar. Þar sem ekki hefur komið upp aska í þessu gosi og hafi gosið ekki haft áhrif á flugumferð til eða frá landinu. Heilsuhraust fólk finni jafnvel fyrir menguninni Gasmengun frá eldgosinu hafi nú borist víða um land og sjáist greinilega yfir hafinu norðan og vestan lands. „Gosmóða (blámóða) hefur myndast í talsverðu magni við kjöraðstæður sem nú ríkja – hægur vindur, raki og sólskin – og hefur hennar orðið vart víða um land. Einkum hefur blámóða verið áberandi á Norður- og Vesturlandi, þar sem bæði mælingar og sjónræn merki styðja viðveru hennar,“ segir í færslunni. Veðurstofan ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, börnum og eldra fólki að forðast útivist í lengri tíma og minnka áreynslu utandyra á meðan mengun varir. Heilsuhraust fólk geti einnig orðið vart við óþægindi. Mælt sé með að loka gluggum og draga úr loftræstingu innandyra þar sem við á, og lofta út þegar mengun minnkar. Gosmóða liggi víða yfir landinu, sérstaklega á norðan- og vestanverðu landinu. Veðurspá geri ráð fyrir hægum vindi næstu daga, með breytilegri átt og skúrum víða um land. Slík veðurskilyrði séu til þess fallin að gosmóða verði áfram staðbundin á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ráðleggur fólki að fylgjast með gasmengunarspá Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is.
Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira