Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2025 14:15 Stjórnarmenn United hafa lengi haft augastað á Mbuemo en tóku ekki endanlega ákvörðun fyrr en þeir hittust á Íslandi. getty Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði. Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira
Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði.
Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira