Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 15:09 Hrefna Hrund Eronsdóttir vill svör á því hvernig stendur því að henni og sytskinunum hennar hafi ekki verið tilkynnt um andlát föður hennar. Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. „Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu. Fjölskyldumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu.
Fjölskyldumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira