Móðan gæti orðið langvinn Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 08:04 Svona er útsýni blaðamanns af Suðurlandsbraut í dag. Horft yfir Laugardalsvöll og Þróttarheimilið. Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira