Körfubolti

„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark í bolnum sem á stóð „Pay Us What You Owe Us“ eða „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“.
Caitlin Clark í bolnum sem á stóð „Pay Us What You Owe Us“ eða „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“. Getty/Steph Chambers

Stjörnuleikur WNBA deildarinnar í körfubolta í nótt fór allt í einu að snúast um verkalýðsbaráttu og kjarasamninga en leikmönnum deildarinnar gengur illa að fá sínum fram í viðræðum við eigendur félaganna.

Bestu leikmenn deildarinnar komu saman til að spila stjörnuleikinn en þær sýndu líka samtakamátt sinn fyrir framan myndavélarnar.

Allar voru þær í bólum sem á stóð „Pay Us What You Owe Us“ eða „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“.

Allar klæddust þessum bolum meira að segja Caitlin Clark sem gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla.

Sextán þúsund manns voru í Gainbridge Fieldhouse höllinni í Indianapolis og þau tóku undir með leikmönnunum og fóru að kalla „Borgið þeim“ en þessi orð ómuðu um alla höllina.

Fjörutíu leikmenn höfðu farið á fund með deildinni í síðustu viðræðum en ekkert gengur. Leikmennirnir töluðum um tilboð eigendanna sem mikil vonbrigði.

Leikmenn WNBA fá aðeins pínulítið brot af því sem leikmenn NBA deildarinnar eru að fá í laun.

Hróður WNBA deildarinnar er alltaf að aukast ekki síst sé þökk vinsældum leikmanna eins og Caitlin Clark.

Napheesa Collier fer ekki aðeins fyrir launabaráttunni fyrir hönd leikmanna því hún átti frábæran leik í Stjörnuleiknum. Collier skoraði 36 stig og var valin mikilvægasti leikmaður hans. Með þessu bætti hún stigamet Stjörnuleiksins sem var 34 stig og í eigu Arike Ogunbowale síðan í fyrra.

Skylar Diggins var í liði Collier, sem vann 151-131, og hún bauð upp á þrennu eða 11 stig, 11 fráköst og 15 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×