Innlent

Einn í gæslu­varðhald vegna hníf­s­tunguárásar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í gær.
Frá aðgerðum lögreglu í gær. Aðsend

Maður á sextugsaldri sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í gær að einn hafi verið stunginn og hann hefði ekki upplýsingar um ástand hins særða. Málið væri í rannsókn.

Grunaður árásarmaður flúði af vettvangi og var síðar handtekinn í Kringlunni.

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum lögreglunnar á Austurvelli og í Kringlunni. Að sögn sjónvarvotts virtist fórnarlambið vera karlmaður en ljósmynd sem fréttastofa hefur undir höndum sýnir blóðslettur við bekk nærri styttunni af Jóni Sigurðssyni. Á þriðja tímanum mátti sjá lögreglu- og sjúkrabifreiðar við Austurvöll auk hóps lögreglumanna að störfum. Um tíma var hluti Austurvallar lokaður af með lögregluborðum á meðan vettvangsrannsókn stóð yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×