Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. júlí 2025 11:03 Chewie og Freddie eru enn týndir. Dýrfinna Fjórir af sex köttum sem saknað er eftir eldsvoða í íbúð á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags eru fundir. Tveggja er enn saknað og vinna sjálfboðaliðar að leitinni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út aðfaranótt laugardags eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn einstaklingur var í íbúðinni, sem er á efstu hæð hússins, en hann hafði komið sér út er slökkviliðið bar að garði. Einn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Sex kettir voru í húsinu er kviknaði í og hafa sjálfboðaliðar á vegum Dýrfinnu leitað að þeim síðan. „Við erum búin að vera síðasta sólarhringinn að leita af köttum sem voru inni í húsinu í miðbæ Reykjavíkur. Við fengum fyrst ábendingu um einn kött frá íbúa sem að hafði hlaupið í vélarrúm á bíl og er búið að ná honum. Þá fengum við ábendingu um að þarna inni væru sex aðrir kettir og síðasta sólarhringinn erum við búin að ná fjórum, síðasti kom inn í fellibúr rétt fyrir miðnætti. Tveggja er enn saknað,“ segir Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Ekki liggur fyrir hvort að allir kettirnir hafi náð að koma sér út er kviknaði í. „Við fáum engin svör hvort það sé einhver látinn inni eða ekki en við höldum áfram að leita þangað til við fáum frekari upplýsingar,“ segir Eygló. Hún biðlar til almennings að hafa samband við Dýrfinnu símleiðis eða með skilaboðum á samfélagsmiðlum sjái þeir til kattanna tveggja, Chewie og Freddie. „Þetta er einn loðinn appelsínugulur og einn svartur með græn augu. Þeir ættu í rauninni ekki að fara langt en þeir eru vonandi enn á lífi að fela sig einhvers staðar.“ Kettir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. 20. júlí 2025 23:31 Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Slökkviliðið var kallað út nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en sá er ekki þungt haldinn. Gert er ráð fyrir miklu tjóni. 20. júlí 2025 10:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út aðfaranótt laugardags eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn einstaklingur var í íbúðinni, sem er á efstu hæð hússins, en hann hafði komið sér út er slökkviliðið bar að garði. Einn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Sex kettir voru í húsinu er kviknaði í og hafa sjálfboðaliðar á vegum Dýrfinnu leitað að þeim síðan. „Við erum búin að vera síðasta sólarhringinn að leita af köttum sem voru inni í húsinu í miðbæ Reykjavíkur. Við fengum fyrst ábendingu um einn kött frá íbúa sem að hafði hlaupið í vélarrúm á bíl og er búið að ná honum. Þá fengum við ábendingu um að þarna inni væru sex aðrir kettir og síðasta sólarhringinn erum við búin að ná fjórum, síðasti kom inn í fellibúr rétt fyrir miðnætti. Tveggja er enn saknað,“ segir Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Ekki liggur fyrir hvort að allir kettirnir hafi náð að koma sér út er kviknaði í. „Við fáum engin svör hvort það sé einhver látinn inni eða ekki en við höldum áfram að leita þangað til við fáum frekari upplýsingar,“ segir Eygló. Hún biðlar til almennings að hafa samband við Dýrfinnu símleiðis eða með skilaboðum á samfélagsmiðlum sjái þeir til kattanna tveggja, Chewie og Freddie. „Þetta er einn loðinn appelsínugulur og einn svartur með græn augu. Þeir ættu í rauninni ekki að fara langt en þeir eru vonandi enn á lífi að fela sig einhvers staðar.“
Kettir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. 20. júlí 2025 23:31 Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Slökkviliðið var kallað út nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en sá er ekki þungt haldinn. Gert er ráð fyrir miklu tjóni. 20. júlí 2025 10:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. 20. júlí 2025 23:31
Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Slökkviliðið var kallað út nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en sá er ekki þungt haldinn. Gert er ráð fyrir miklu tjóni. 20. júlí 2025 10:18