Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2025 16:56 Þorbjörg og Ugla segja miðbæ Reykjavíkur hættulegri eftir að dæmdir ofbeldismenn ákváðu að fara þangað saman til að gæta að framtíð Íslands. Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. Um er ræða nýstofnuðu samtökin Skjöld Íslands. Meðlimir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni, sumir þeirra eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldisverk, en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. Nokkrir úr hópnum fóru í sína fyrstu vettvangsverð um miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn eftir að hafa snætt saman steik. Við Ingólfstorg segjast þeir hafa orðið fyrir áfalli yfir afskiptaleysi lögreglu þegar kom að leigubílstjórum og manni sem sveiflaði sverði á miðju torginu. Athygli vekur að merki félagsskaparsins, rauði krossinn, er helst þekktur úr krossferðum á miðöldum. Það hefur í gegnum tíðina verið notað af ýmsum samtökum og hópum sem vilja vísa í riddaraleg eða kristin gildi og stundum með þjóðernislegum og öfgafullum hætti. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, er meðal þeirra sem veltir hópnum fyrir sér í færslu á Facebook. Merki samtakanna en þegar hafa verið prentaðar svartar peysur með merkinu sem meðlimir klæddust í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. „Nýrisinn nasistahópur sem gengur um miðborg Reykjavíkur í merktum bolum boðar ekkert nema frekara ofbeldi og átök. Það er heldur ekki tilviljun að hann verði til í kjölfar hertrar útlendingalöggjafar og rasískra mótmæla á Íslandi,“ segir Ugla Stefanía. „Merkið sem þeir nota er enginn tilviljun, en það var notað af kristnum krossförum fyrr á öldum, þegar gyðingar og múslimir voru réttdræpir samkvæmt trúarlegri sannfæringu þeirra. Hann var einnig notaður af nasistum í seinni heimstyrjöldinni, og er í dag þekkt haturstákn hægri öfgahópa. Fólk getur alveg reynt að telja sér trú um eitthvað annað, en þetta merki er valið af ástæðu,“ segir Ugla Stefanía. „Einn af forsprökkum hópsins er meðal annars dæmdur fyrir tilraun til manndráps sem hluta af handrukkunarmáli. Það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri væru með sambærilega dóma á bakinu. Að þeir gangi nú um göturnar og þykist vera að gera það í einhverjum göfugum tilgangi eða til að vernda fólk er auðvitað stórhættulegur brandari.“ Ugla Stefanía lýsir yfir miklum áhyggjum af nýstofnuðum samtökum.Vísir/Vilhelm Hún segist vona innilega að fólk átti sig á því hvert þetta stefni. „Því þessi þróun mun bara koma til með að valda skaða, og verndar nákvæmlega engann.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningastjóri hjá Samtökunum '78, deilir áhyggjum Uglu. Hún segir að á stuttum tíma hafi á Íslandi myndast jarðvegur fyrir nýnasistahópa sem gangi um Reykjavík og ógni fólki af erlendu uppruna. „Ábyrgð stjórnmálafólks sem hefur ýtt undir fordóma gagnvart fólki sem sækir um alþjóðlega vernd (og þar af leiðandi gagnvart öllum sem ekki eru hvítir) hér á landi er mikil. Bæði þeirra sem hafa gengið hart fram, oftar en ekki vopnaðir lygum eða hálfsannleik, og svo þeirra sem ekki hafa tekið til öflugra varna fyrir þennan hóp. Það eru allt of fáir eftir á Alþingi sem tala skýrt fyrir mannréttindum, umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Þorvaldsdóttir er samskipta- og kynningarstjóri hjá Samtökunum '78.Stöð 2 „Því þegar viðbrögð ráðafólks við augljóslega rasískum samkomum eru að ‘skilja áhyggjur fólks’ og leggja rasisma og and-rasisma að jöfnu, þegar reglur um útlendinga eru hertar og ‘brottfararbúðir’ gerðar að normi þá er útkoman meðal annars þessi.“ Menn séu farnir að ganga um í merktum flíkum og taka lögin í eigin hendur. „Það er óásættanlegt og mikið hættumerki fyrir samfélagið. Við þurfum öll að tala skýrt gegn útlendingafordómum og styðja hvert annað í því. Það verður að heyrast hærra í okkur. Ég mun fyrir mitt leyti halda áfram að tala um tækifærin í fjölmenningu, inngildingu sem grundvallast á virðingu og mannréttindi alls fólks. Ísland er fyrir okkur öll.“ Vissu að fortíð sín yrði dæmd Skjöldur Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“ Lögreglumál Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Um er ræða nýstofnuðu samtökin Skjöld Íslands. Meðlimir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni, sumir þeirra eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldisverk, en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. Nokkrir úr hópnum fóru í sína fyrstu vettvangsverð um miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn eftir að hafa snætt saman steik. Við Ingólfstorg segjast þeir hafa orðið fyrir áfalli yfir afskiptaleysi lögreglu þegar kom að leigubílstjórum og manni sem sveiflaði sverði á miðju torginu. Athygli vekur að merki félagsskaparsins, rauði krossinn, er helst þekktur úr krossferðum á miðöldum. Það hefur í gegnum tíðina verið notað af ýmsum samtökum og hópum sem vilja vísa í riddaraleg eða kristin gildi og stundum með þjóðernislegum og öfgafullum hætti. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, er meðal þeirra sem veltir hópnum fyrir sér í færslu á Facebook. Merki samtakanna en þegar hafa verið prentaðar svartar peysur með merkinu sem meðlimir klæddust í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. „Nýrisinn nasistahópur sem gengur um miðborg Reykjavíkur í merktum bolum boðar ekkert nema frekara ofbeldi og átök. Það er heldur ekki tilviljun að hann verði til í kjölfar hertrar útlendingalöggjafar og rasískra mótmæla á Íslandi,“ segir Ugla Stefanía. „Merkið sem þeir nota er enginn tilviljun, en það var notað af kristnum krossförum fyrr á öldum, þegar gyðingar og múslimir voru réttdræpir samkvæmt trúarlegri sannfæringu þeirra. Hann var einnig notaður af nasistum í seinni heimstyrjöldinni, og er í dag þekkt haturstákn hægri öfgahópa. Fólk getur alveg reynt að telja sér trú um eitthvað annað, en þetta merki er valið af ástæðu,“ segir Ugla Stefanía. „Einn af forsprökkum hópsins er meðal annars dæmdur fyrir tilraun til manndráps sem hluta af handrukkunarmáli. Það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri væru með sambærilega dóma á bakinu. Að þeir gangi nú um göturnar og þykist vera að gera það í einhverjum göfugum tilgangi eða til að vernda fólk er auðvitað stórhættulegur brandari.“ Ugla Stefanía lýsir yfir miklum áhyggjum af nýstofnuðum samtökum.Vísir/Vilhelm Hún segist vona innilega að fólk átti sig á því hvert þetta stefni. „Því þessi þróun mun bara koma til með að valda skaða, og verndar nákvæmlega engann.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningastjóri hjá Samtökunum '78, deilir áhyggjum Uglu. Hún segir að á stuttum tíma hafi á Íslandi myndast jarðvegur fyrir nýnasistahópa sem gangi um Reykjavík og ógni fólki af erlendu uppruna. „Ábyrgð stjórnmálafólks sem hefur ýtt undir fordóma gagnvart fólki sem sækir um alþjóðlega vernd (og þar af leiðandi gagnvart öllum sem ekki eru hvítir) hér á landi er mikil. Bæði þeirra sem hafa gengið hart fram, oftar en ekki vopnaðir lygum eða hálfsannleik, og svo þeirra sem ekki hafa tekið til öflugra varna fyrir þennan hóp. Það eru allt of fáir eftir á Alþingi sem tala skýrt fyrir mannréttindum, umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Þorvaldsdóttir er samskipta- og kynningarstjóri hjá Samtökunum '78.Stöð 2 „Því þegar viðbrögð ráðafólks við augljóslega rasískum samkomum eru að ‘skilja áhyggjur fólks’ og leggja rasisma og and-rasisma að jöfnu, þegar reglur um útlendinga eru hertar og ‘brottfararbúðir’ gerðar að normi þá er útkoman meðal annars þessi.“ Menn séu farnir að ganga um í merktum flíkum og taka lögin í eigin hendur. „Það er óásættanlegt og mikið hættumerki fyrir samfélagið. Við þurfum öll að tala skýrt gegn útlendingafordómum og styðja hvert annað í því. Það verður að heyrast hærra í okkur. Ég mun fyrir mitt leyti halda áfram að tala um tækifærin í fjölmenningu, inngildingu sem grundvallast á virðingu og mannréttindi alls fólks. Ísland er fyrir okkur öll.“ Vissu að fortíð sín yrði dæmd Skjöldur Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“
Lögreglumál Reykjavík Mannréttindi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira