Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 19:46 Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, 28 ára er með astma og hefur verið innandyra að mestu leyti síðan á laugardaginn. vísir/bjarni Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent