Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 19:46 Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, 28 ára er með astma og hefur verið innandyra að mestu leyti síðan á laugardaginn. vísir/bjarni Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira