„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2025 22:46 Stanway í leiknum gegn í Svíþjóð. EyesWideOpen/Getty Images Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. „Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
„Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira