Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:01 Srdjan Tufegdzic situr með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Diego „Ég ætla að segja að eftir fimm umferðir hafi allir verið búnir að afskrifa það að Valur væri eitthvað að fara að keppa við Breiðablik og Víking,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í síðasta þætti. Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira