Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2025 13:46 Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun