Enskar í úrslit eftir dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 21:50 Aftur var það Michelle Agyemang sem kom inn af bekknum og bjargaði Englandi. Molly Darlington/Getty Images Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik. Fyrir leik var England talið sigurstranglegra en þær ítölsku mættu með skýrt leikplan. Líkt og Ítölum er von og vísa var stillt upp í fimm manna vörn. Markmiðið var einfalt, múra fyrir markið og pota inn einu. Lengi vel leit út fyrir að það leikplan myndi ganga upp. Framherjinn Alessia Russo komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítalíu.EPA/MARTIAL TREZZINI Ítalska liðið hafði varla ógnað marki Englands en það verður ekki annað sagt en þær hafi nýtt tækifærið þegar það gafst. Boltinn barst til hinnar 34 ára gömlu Barbara Bonansea eftir fyrirgjöf Sofiu Cantore, hún tók snertingu og þrumaði boltanum svo í netið. Hin reynslumikla Lucy Bronze hefði eflaust viljað gera betur í markinu en boltinn hrökk af henni til Bonansea. Þrumar boltanum í netið án þess að Hannah Hampton komi neinum vörnum við.EPA/SALVATORE DI NOLFI Þær ítölsku fagna.EPA/SALVATORE DI NOLFI Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og raunar var það eina mark leiksins allt fram í uppbótartíma. Sarina Wiegman hafði gert fjórar skiptingar í leiknum og annan leikinn í röð skilaði það sér. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var það hin 19 ára gamla Michelle Agyemang sem steig upp. Hún jafnaði metin með frábæru skoti úr þröngu skotfæri. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur venjulegs leiktíma. Það virtist sem framlengingin væri að fjara út þegar vítaspyrna var dæmd undir blálok framlengingar. Chloe Kelly, sem kom einnig inn af bekknum, steig upp. Aftur tók hún sitt skemmtilega aðhlaup líkt og hún gerði gegn Svíþjóð. Laura Giuliani las hins vegar Kelly eins og opna bók og varði spyrnuna. Því miður fyrir Giuliani og Ítalíu hrökk boltinn út í teiginn og Kelly potaði frákastinu í netið. Skot og ... EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT ... á endanum mark sem var fagnað vel og innilega.EPA/MARTIAL TREZZINI Í kjölfarið rann leiktíminn sitt skeið og England er komið í úrslit annað Evrópumótið í röð. Á morgun kemur í ljós hvort enskar mæta Spáni eða Þýskalandi í úrslitum. EM 2025 í Sviss Fótbolti
Ríkjandi Evrópumeistarar Englands geta varið titil sinn eftir hádramatískan sigur á Ítalíu í undanúrslitum EM kvenna í knattspyrnu í Genf. Lokatölur 2-1 eftir framlengdan leik. Fyrir leik var England talið sigurstranglegra en þær ítölsku mættu með skýrt leikplan. Líkt og Ítölum er von og vísa var stillt upp í fimm manna vörn. Markmiðið var einfalt, múra fyrir markið og pota inn einu. Lengi vel leit út fyrir að það leikplan myndi ganga upp. Framherjinn Alessia Russo komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítalíu.EPA/MARTIAL TREZZINI Ítalska liðið hafði varla ógnað marki Englands en það verður ekki annað sagt en þær hafi nýtt tækifærið þegar það gafst. Boltinn barst til hinnar 34 ára gömlu Barbara Bonansea eftir fyrirgjöf Sofiu Cantore, hún tók snertingu og þrumaði boltanum svo í netið. Hin reynslumikla Lucy Bronze hefði eflaust viljað gera betur í markinu en boltinn hrökk af henni til Bonansea. Þrumar boltanum í netið án þess að Hannah Hampton komi neinum vörnum við.EPA/SALVATORE DI NOLFI Þær ítölsku fagna.EPA/SALVATORE DI NOLFI Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og raunar var það eina mark leiksins allt fram í uppbótartíma. Sarina Wiegman hafði gert fjórar skiptingar í leiknum og annan leikinn í röð skilaði það sér. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var það hin 19 ára gamla Michelle Agyemang sem steig upp. Hún jafnaði metin með frábæru skoti úr þröngu skotfæri. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur venjulegs leiktíma. Það virtist sem framlengingin væri að fjara út þegar vítaspyrna var dæmd undir blálok framlengingar. Chloe Kelly, sem kom einnig inn af bekknum, steig upp. Aftur tók hún sitt skemmtilega aðhlaup líkt og hún gerði gegn Svíþjóð. Laura Giuliani las hins vegar Kelly eins og opna bók og varði spyrnuna. Því miður fyrir Giuliani og Ítalíu hrökk boltinn út í teiginn og Kelly potaði frákastinu í netið. Skot og ... EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT ... á endanum mark sem var fagnað vel og innilega.EPA/MARTIAL TREZZINI Í kjölfarið rann leiktíminn sitt skeið og England er komið í úrslit annað Evrópumótið í röð. Á morgun kemur í ljós hvort enskar mæta Spáni eða Þýskalandi í úrslitum.