„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:16 Karl Héðinn Kristjánsson er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. „Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira