Sport

Sú næst­elsta til þess að vinna al­vöru leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Venus Williams fagnar eftir sigurinn sæta. Verður áhugavert að sjá hvað hún gerir í framhaldinu.
Venus Williams fagnar eftir sigurinn sæta. Verður áhugavert að sjá hvað hún gerir í framhaldinu. vísir/getty

Tennisgoðsögnin Venus Williams er nýbúin að rífa tennisspaðann af hillunni og fer vel af stað í endurkomunni.

Hin 45 ára gamla Williams er að taka þátt á Washington Open sem er atvinnumannamót. Hún gerði sér lítið fyrir og henti Peyton Stearns úr mótinu með öruggum sigri í tveimur settum.

Stearns er í 35. sæti á heimslistanum og heilum 22 árum yngri en Williams.

Með sigrinum varð Williams sú næstelsta til þess að vinna mót á atvinnumótaröðinni. Martina Navratilova er sú elsta en hún vann leik 47 ára gömul árið 2004.

Williams var að keppa í fyrsta sinn síðan hún hætti á síðasta ári. Hún vann sjö risatitla í einliðaleik á glæstum ferli.

„Ég fæ ekkert út úr því að sanna eitthvað fyrir fólki því ég hef ekkert að sanna. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég er að þessu fyrir sjálfa mig,“ sagði Venus eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×