Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 12:15 Almenn andstaða virðist vera meðal þjóðarinnar við sjókvíaeldi. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“ Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32
Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10
Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30