Körfubolti

Sutton snýr aftur á Krókinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sutton er sátt að vera komin á Krókinn.
Sutton er sátt að vera komin á Krókinn. mynd/tindastóll

Kvennalið Tindastóls er á fullu að styrkja sig fyrir komandi leiktíð og hefur fengið sterkan leikmann sem þekkir vel til á Króknum.

Maddie Sutton hefur nefnilega samið við félagið en hún lék með Stólunum leiktíðina 2021-22.

Maddie segist spennt að snúa til baka

„Ég er mjög spennt að tilheyra körfuboltasamfélagi Tindastóls á nýjan leik. Ég hlakka mikið til að skapa eitthvað sérstakt þetta tímabil, með stelpunum, þjálfarateyminu og félaginu öllu,“ segir Sutton í fréttatilkynningu.

Þjálfarinn, Israel Martin, er ánægður með liðsaukann.

„Hún þekkir bæinn vel og bærinn þekkir hana, og hún er þekkt í deildinni. Hún er vinnuþjarkur sem færir liði sínu mikla orku. Hún er einstakur frákastari á báðum endum vallarins og hún getur skorað á fjölbreyttan hátt. Við erum afar glöð að fá hana tilbaka í Tindastól.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×