Innlent

Sjald­séður bein­hákarl í Faxa­flóa

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Beinhákarlar lifa á örsmáu dýrasvifi. Hann syndir um höfin með galopinn kjaft og síar úr sjónum fæðu.
Beinhákarlar lifa á örsmáu dýrasvifi. Hann syndir um höfin með galopinn kjaft og síar úr sjónum fæðu. Sam/Elding hvalaskoðun

Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins.

Á samfélagsmiðlum var birt færsla á vegum hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar þar sem sagt var frá því að hvalaskoðunarferð nokkur í gær hafi verið sérstaklega vel lukkuð.

Allar fjórar helstu hvalategundirnar sem algengt er að sjá í slíkum ferðum hafi sést, og þá hafi einnig sést til sjáldséðs beinhákarls.

„Beinhákarlar eru næst stærsti fiskurinn í hafinu og var mjög regluleg sjón hjá okkur síðla sumars, en síðustu fimm árin hefur mjög lítið sést af þeim hér á þessu svæði,“ segir í færslunni.

Á Vísindavefnum má lesa fróðleik um Beinhákarla. Þar segir að hann njóti talsverðrar sérstöðu meðal hákarla.

„Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stærstu geta náð allt að 12 metra lengd.“

Ugginn er ógnvekjandi en beinhákarlar eru alveg meinlausir mönnum.Sam/Elding hvalaskoðun
Opinn kjaftur.Sam/Elding hvalaskoðun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×