Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, Elísa Rún Svansdóttir, Lilja Íris Long Birnudóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skrifa 23. júlí 2025 14:03 Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun