Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, Elísa Rún Svansdóttir, Lilja Íris Long Birnudóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skrifa 23. júlí 2025 14:03 Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun