„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2025 22:31 Arnar Eggert grætur fallið íkon. Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“ Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“
Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira