Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2025 07:38 Taílenskt heimili varð fyrir stórskotaliðsárás í morgun. Taílenski herinn Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig. Tælendingar segjast hafa svarað árásunum með því að gera loftárásir á hernaðarlega innviði í Kambódíu. Tælendingar hafa einnig lokað landamærunum að Kambódíu og biðla til tælenskra ríkisborgara að þeir yfirgefi landið hið snarasta. Utanríkisráðherra Kambódíu fordæmdi síðan í morgun framferði Tælendinga sem hann kallaði hættulegt og fullyrti að árásir Tælendinga á skotmörk í Kambódíu hefðu verið að tilefnislausu. Deilan um landsvæðið hefur staðið í áraraðir en með átökunum nú hefur spennan á svæðinu færst á næsta stig, segir fréttamaður breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Hun Manet forsætisráðherra Kambódíu hefur beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að halda neyðarfund til að freista þess að binda enda á átökin áður en þau vinda frekar upp á sig. „Í ljósi afar alvarlegra árása Taílands, sem ógna friði og stöðugleika á svæðinu, bið ég ykkur eindregið um að boða til bráðafundar í öryggisráðinu til að stöðva árásir Taílands,“ skrifaði Hun Manet forsætisráðherra Asim Iftikhar Ahmad, forseta ráðsins, í bréfi í morgun. Hann hefur jafnframt birt yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Hann segir Kambódíu ekki hafa annarra kosta völ en að gjalda líku líkt. Líkt og fyrr segir hafa landamæradeilur Kambódíu og Taílands blossað upp með reglulegu millibili síðustu ár en hana má í raun rekja allt til nýlendutímans. Árið 2008 jókst spennan umtalsvert þegar Kambódía sótti um að fá búddískt hof frá miðöldum skráð á heimsminjaskrá Unesco en því mótmælti Taíland harðlega enda gera bæði lönd tilkall til þess landsvæðis sem hofið er á. Taíland Kambódía Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tælendingar segjast hafa svarað árásunum með því að gera loftárásir á hernaðarlega innviði í Kambódíu. Tælendingar hafa einnig lokað landamærunum að Kambódíu og biðla til tælenskra ríkisborgara að þeir yfirgefi landið hið snarasta. Utanríkisráðherra Kambódíu fordæmdi síðan í morgun framferði Tælendinga sem hann kallaði hættulegt og fullyrti að árásir Tælendinga á skotmörk í Kambódíu hefðu verið að tilefnislausu. Deilan um landsvæðið hefur staðið í áraraðir en með átökunum nú hefur spennan á svæðinu færst á næsta stig, segir fréttamaður breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Hun Manet forsætisráðherra Kambódíu hefur beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að halda neyðarfund til að freista þess að binda enda á átökin áður en þau vinda frekar upp á sig. „Í ljósi afar alvarlegra árása Taílands, sem ógna friði og stöðugleika á svæðinu, bið ég ykkur eindregið um að boða til bráðafundar í öryggisráðinu til að stöðva árásir Taílands,“ skrifaði Hun Manet forsætisráðherra Asim Iftikhar Ahmad, forseta ráðsins, í bréfi í morgun. Hann hefur jafnframt birt yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Hann segir Kambódíu ekki hafa annarra kosta völ en að gjalda líku líkt. Líkt og fyrr segir hafa landamæradeilur Kambódíu og Taílands blossað upp með reglulegu millibili síðustu ár en hana má í raun rekja allt til nýlendutímans. Árið 2008 jókst spennan umtalsvert þegar Kambódía sótti um að fá búddískt hof frá miðöldum skráð á heimsminjaskrá Unesco en því mótmælti Taíland harðlega enda gera bæði lönd tilkall til þess landsvæðis sem hofið er á.
Taíland Kambódía Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira