Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:09 Stjórnarandstaðan sakar Selenskí um að grafa undan lýðræðinu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif. Úkraína Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif.
Úkraína Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira