Fótbolti

AC Milan kaupir leik­mann frá Brighton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pervis Estupinan mættur í búning AC Milan.
Pervis Estupinan mættur í búning AC Milan. vísir/getty

Ekvadorinn Pervis Estupinan er farinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Brighton & Hove Albion.

Ítalska stórliðið AC Milan keypti hann í dag á 17 milljónir punda. Estupinan skrifaði undir samning til ársins 2030.

Ekvadorinn lék yfir 100 leiki fyrir Brighton en þaðan kom hann frá Villareal árið 2022.

Brighton þakkaði leikmanninum kærlega fyrir vel unnin störf og óskaði honum velfarnaðar í nýju ævintýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×