Enski boltinn

Miðarnir langdýrastir hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Fulham þurfa að borga mikið fyrir dýrustu miðana á Craven Cottage.
Stuðningsmenn Fulham þurfa að borga mikið fyrir dýrustu miðana á Craven Cottage. Getty/Alex Broadway

Það getur orðið mjög dýrt að komast í bestu sætin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Það kemur samt kannski sumum á óvart að langdýrustu miðarnir í deildinni eru á Craven Cottage hjá Fulham. Fulham endaði í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Dýrustu miðarnir á heimaleiki Fulham kosta 3084 pund eða 506 þúsund íslenskar krónur. Fulham er er að gera miklar endurbætur á leikvangi sínum og hafa endurbyggt stúkuna sem stendur við Thames ánna.

Það munar meira að segja miklu á miðum Fulham og miðunum hjá Tottenham sem eru næstdýrastir. Dýrustu miðarnir hjá Spurs kosta 2223 pund eða 365 þúsund krónur. Tottenham er með nýjasta leikvanginn í ensku úrvalsdeildinni og þykir hann mikil listasmíði.

Dýrasti miðinn hjá Fulham er því 141 þúsund krónum dýrari en sjá næstdýrasti í deildinni.

London félögin eru áberandi meðal þeirra sem eru með dýrustu miðana því Arsenal og West Ham eru í næstu sætum. Chelsea er aftur á móti bara í áttunda sæti og eftir báðum Manchester liðunum.

Englandsmeistarar Liverpool eru bara í fimmtánda sæti en dýrasti miðinn á Anfield kostar 904 pund eða 148 þúsund krónur.

Ódýrustu dýrustu miðarnir eru síðan há nýliðum Burnley og fyrir ofan Burnley eru Sunderland. Brentford og Leeds United eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×