„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 18:58 Sumir kjósa að fylla samlokur sínar af áleggi og sósu en öðrum þykir betra að halda álegginu í lágmarki, jafnvel sleppa því alveg. Myndin er úr safni. Getty Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. „Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi. Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
„Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi.
Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent