Sport

Ekki gild af­sökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maja Radenković fékk sér stjörnulögfræðing til að tala sínu máli en það dugði ekki til.
Maja Radenković fékk sér stjörnulögfræðing til að tala sínu máli en það dugði ekki til. @majaradenkovic

Sænska tenniskonan Maja Radenković tapaði áfrýjun sinni fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum.

Hún verður því að sætta sig við keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

@Sportbladet

Hin 23 ára gamla Radenković féll á lyfjaprófi sumarið 2023. Þetta var hennar fyrsta lyfjapróf á ferlinum.

Í sýni hennar fundust ólögleg efni og hún var dæmd í tveggja ára bann.

„Ég sver það upp á líf mitt, heiður minn og samvisku að ég er saklaus en mér var samt sem áður refsað,“ sagði Maja Radenković við Sportbladet.

Radenković viðurkenndi það fyrst við lyfjaeftirlitið að hafa tekið inn fæðubótarefni sem hún fékk að vita að væri áhættusamt.

Seinna sagði hún að hún hefði líklega fengið efnið í sig eftir að hafa drukkið te móður sinnar. Móðir hennar hafði sett fitubrennsluefnið FBN Energizer í teið samkvæmt fullyrðingu Radenkovic.

Radenković fór með málið alla leið og fékk stjörnulögfræðinginn Howard Jacobs í lið með sér en hann hafði unnið fyrir íþróttakonur eins og Marion Jones, Maria Sjaparova og Simona Halep.

Það dugði ekki til að hreinsa nafn hennar. CAS hefur dæmt í málinu og Radenković verður í banni til 20. maí 2026.

Í dómnum kemur fram að það skipti ekki máli hvort hún eða móðir hennar hafi keypti fitubrennsluefnið því í fyrstu yfirlýsingu hennar kom fram að hún hefði tekið slíkt efni til að létta sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×