Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 21:45 Alan Shearer er goðsögn hjá Newcastle og fyrrum fyrirliði liðsins. Hann hefur líka skorað fleiri mörk en allir sem hafa reynt fyrir sér í ensu úrvalsdeildinni. Getty/Matt Roberts Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. Hinn 25 ára gamli Alexander Isak er nú sagður vilja yfirgefa Newcastle og komast til Liverpool. Newcastle hefur ítrekað það í allt sumar að Svíinn sé ekki til sölu. Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu og hvort sem hann glímir við lítil meiðsli eða ekki þá er það stór yfirlýsing varðandi hans framtíðarplön. Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrum leikmaður Newcastle, er öskureiður yfir stöðu og þróun mála. „Héldu þau virkilega að fólk sæi ekki í gengum þetta,“ spurði Alan Shearer í samtali við The Mirror. Isak er að glíma við meiðsli aftan í læri en um leið og Newcastle gaf út þá ástæðu fyrir fjarveru hans í Asíuferðinni þá kom það fram í mörgum enskum fjölmiðlum að Svinn vildi í raun komast í burtu frá St. James Park og dreymdi um að spila í rauðu á Anfield. „Þetta er bara fáránlegt. Hvernig geta þau sagt að þetta sé vegna meiðsla aftan í læri. Þetta eru mikil vonbrigði. Þau áttu að segja sannleikann strax,“ sagði Shearer. „Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] þarf að gera allt sem hann getur til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram, í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Ef það gengur ekki upp þá er það bara þannig. Ef einhver vill borga fyrir hann 150 milljónir punda og hann vill sjálfur endilega komast í burtu þá er ekki hægt að standa í vegi fyrir því,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Alexander Isak er nú sagður vilja yfirgefa Newcastle og komast til Liverpool. Newcastle hefur ítrekað það í allt sumar að Svíinn sé ekki til sölu. Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu og hvort sem hann glímir við lítil meiðsli eða ekki þá er það stór yfirlýsing varðandi hans framtíðarplön. Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrum leikmaður Newcastle, er öskureiður yfir stöðu og þróun mála. „Héldu þau virkilega að fólk sæi ekki í gengum þetta,“ spurði Alan Shearer í samtali við The Mirror. Isak er að glíma við meiðsli aftan í læri en um leið og Newcastle gaf út þá ástæðu fyrir fjarveru hans í Asíuferðinni þá kom það fram í mörgum enskum fjölmiðlum að Svinn vildi í raun komast í burtu frá St. James Park og dreymdi um að spila í rauðu á Anfield. „Þetta er bara fáránlegt. Hvernig geta þau sagt að þetta sé vegna meiðsla aftan í læri. Þetta eru mikil vonbrigði. Þau áttu að segja sannleikann strax,“ sagði Shearer. „Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] þarf að gera allt sem hann getur til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram, í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Ef það gengur ekki upp þá er það bara þannig. Ef einhver vill borga fyrir hann 150 milljónir punda og hann vill sjálfur endilega komast í burtu þá er ekki hægt að standa í vegi fyrir því,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira