Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 21:18 Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélagsins við Árskóga. vísir/bjarni Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira