Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2025 23:13 Bjarni Rúnar segir að lausna sé leitað í samtali við ÖBÍ. Hugmyndir um að koma upp gagnagrunni sem tengi stæðiskort hreyfihamlaðra við bílnúmer geti komið að góðum notum í baráttunni við ranglega útgefnar sektir. Vísir/Arnar Deildarstjóri hjá borginni segir unnið að lausn sem eigi að koma í veg fyrir að hreyfihamlaðir séu sektaðir fyrir að leggja í gjaldskyld stæði borgarinnar. Auðvelt sé að fá ranglega veittar sektir felldar niður. Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“ Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“
Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira