Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 07:49 Það var gaman í Laugardalnum í gærkvöldi, allavega í einu húsi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira