Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2025 21:02 Ásmundur Friðriksson er hér að setja Skötumessuna formlega í Gerðaskóla í Garði miðvikudagskvöldið 23. júlí. Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í kringum skötumessur Ásmundar og hans fólks í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll. Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll.
Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira