Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2025 21:02 Ásmundur Friðriksson er hér að setja Skötumessuna formlega í Gerðaskóla í Garði miðvikudagskvöldið 23. júlí. Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í kringum skötumessur Ásmundar og hans fólks í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll. Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll.
Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira