Fótbolti

Æfinga­leikur United betur sóttur en úr­slita­leikur HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Það var þétt setið á MetLife vellinum í New Jersey í gær
Það var þétt setið á MetLife vellinum í New Jersey í gær Vísir/Getty

Æfingaleikur Manchester United og West Ham í New Jersey í gær var ótrúlega vel sóttur en 82.566 áhorfendur sáu leikinn í gær. Það eru rúmlega þúsund fleiri en sáu úrslitaleik heimsmeistaramóts félagaliða á sama velli fyrr í mánuðnum.

Þessi tala er merkileg fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta rúmar völlurinn aðeins 82.500 samkvæmt heimasíðu hans svo að það hefur verið ansi þétt setið ef áhorfendatölurnar eru réttar. 

Í öðru lagi þá er þetta fjölmennasti fótboltaleikur sem fram hefur farið á vellinum en sá sem átti metið var einnig leikur með Manchester United þegar United og Arsenal spiluðu á vellinum 2023 og 82.262 áhorfendur mættu.

Í þriðja lagi hlýtur að teljast ansi áhugavert að æfingaleikur dragi að fleiri áhorfendur en úrslitaleikur á heimsmeistaramóti félagsliða. Það er í það minnsta ljóst að knattspyrnuáhugi Bandaríkjamanna er í hæstu hæðum en heimsmeistaramót landsliða er á dagskrá í Bandaríkjunum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×