Fótbolti

Luiz Diaz til Bayern

Siggeir Ævarsson skrifar
Luis Diaz fagnar marki í vetur
Luis Diaz fagnar marki í vetur Vísir/Getty

Liverpool og Bayern München hafa náð samkomulagi um sölu á Luiz Diaz til þýska liðsins en kaupverðið er 75 milljónir evra.

Salan á Diaz hefur legið í loftinu núna í einhvern tíma en Diaz óskaði eftir sölu fyrr í sumar. Diaz hefur leikið fjögur tímabil með Liverpool og skoraði þrettán mörk í 36 deildarleikjum í vetur.

Diaz sem er 28 ára gerir fjögurra ára samning við Bayern með möguleika á að framlengja um eitt ár til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×