Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 22:08 Hafsteinn segir stutt í að gervigreindarsvindlin fari að láta á sér kræla fyrir alvöru. Vísir Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“ Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“
Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira