„Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:31 Benedikt V. Warén skoraði og lagði upp í kvöld. Vísir/Diego „Það er bara geggjað að fá sigur. Þetta er búið að vera smá erfitt í síðustu leikjum,“ sagði Benedikt Waren, leikmaður Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í kvöld. „Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
„Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu